Kajak - lengri ferðir

Ísafjarðardjúp/Jökulfirðir

Róið er um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði í þessari fimm daga ferð. Gist í tjöldum,stoppað á völdum stöðum í stórkostlegri náttúru svæðisins. Einstök ferð sem lætur engan ósnortinn.

Lengd: 5 dagar

Verð: 200.000 kr. matur, leiðsögn, gisting innifalið. Tilboð til hópa.

Hvenær farið árið 2018: Eftir pöntunum. Ögurball er 21. júlí 2018 og verður hægt að bæta við ferð sem endar 5 dögum síðar á Ögurballinu margfræga.

Lágmarksfjöldi: 4
Sjá sérsíðu ferðar


Ævintýraferð um Djúp - helgarferð

Boðið er upp á langar kajakferðir um Ísafjarðardjúp, yfir á Snæfjallaströnd, meðfram eyjunni Æðey, inn í Kaldalón þar sem Drangajökull sést vel fyrir botni lónsins.

Áfram róum við inn Djúp, komum við í Borgarey og endum í Reykjanesi í heitri sundlauginni.
Lengd: 2 dagar - laugardagur og sunnudagur.
Verð: 80.000 kr. matur, leiðsögn, sund innifalið. Tilboð til hópa.
Hvenær farið árið 2018: Samkvæmt pöntunum.
Lágmarksfjöldi: 4

Sjá sérsíðu ferðar
Ögur ehf. • Ögri Ísafjarðardjúpi • Netfang: ogur@ogurtravel.com • Sími: 857-1840

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith